Lóan er komin en ekki til að kveða burt snjóinn því að til hans hefur ekki sést síðan í janúar.
Veðurfræðingarnir hér hafa átt í vandræðum síðustu vikurnar því að það hefur verið erfitt að ákveða hvaða árstíð hefur verið. Því að það er ákveðið að það er vetur frá miðjum des til 15 feb en það hefur ekki verið nógu kallt til að vera vetur, svo að það var ekki vetur og ekki vor svo það var talað um að finna fimmtu árstiðina og blaðamenn töluðu um (gråson) það er að segja einskinsmannsland.
Á sunnudag er heimsins stærsta skíðagöngu keppni, Vasa gångan.
Vasa gangan er 90km löng skíðagöngu kepni sem er á milli Sälen og Mora.
Kepnin er skírð eftir Gustav Vasa, kóng sem er sagt að hafi farið þar á milli á skíðum fyrir ca 300 árum til að fá hjálp til að drepa annan kóng sem tók völdin af Gustav,og svo fyrir tæpum 100 árum voru einkverjir kjánar sem fannst það allveg tillvalið að hafa keppni þar á milli og voru það rumlega hundrað menn sem tóku þátt en síðan þá hefur það undið aðeins upp á sig og núna taka ca 15000 menn og konur þátt. Það er svo vinsælt að maður þarf að skrá sig í næstu viku ef maður vill vera með.
Það er sjónvarpað frá þessu og byrjar sendingin kl 7.30 og þá er ég tilbúinn fyrir framan imban.
Þetta ár hef ég ákveðið að ganga á hlaupabandini mínu frá startskotinu og til að sigurvegarinn er í mark og vonandi verð ég þá búinn að ganga 30km.
Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur,lífið gengur sinn vana gang með vinnu,skóla og dagmömmu.
Á morgun hef ég boðið nokkrum vinum mínum í mat og bíð ég þeim uppá lambalæri með öllu tilheyrandi meðlæti.
Hej då
29 februari 2008
Prenumerera på:
Inlägg (Atom)