06 juni 2008

Á ströndini







Í dag er þjóðhátíðardagur svía og ég hélt upp á það með að birja að vinna kl hálf fjögur í nótt en svo var ég búinn að vinna kl átta og þá kom ég heim og gaf liðinu að borða eða stelpunum, Emil svaf. Svo fljótlega eftir tíu fórum við út á Jugersö sem er útivistarsvæði okkar Oxelösundsbúa, þar er hlaupabraut í skóginum sem er 2,5 km löng með lööööngum brekkum og svo er stór strönd með stærðar túni sem maður getur legið í sólbaði. Þegar við komum þangað birjaði ég með að hlaupa tvo hringi og krakkarnir gengu einn, svo lögðum við okkur á ströndina þangað til við urðum svöng, þá grilluðum við pulsur og allir urðu saddir og glaðir og þá lögðum við okkur aftur í sólbað og krakkarnir fóru líka útí hafið og leiktu sér bara lengi þó að það vatnið væri bara 18gr brbrbrbr. Við vorum þarna í næstum því fimm tíma og svo núna í kvöld grilluðum við aftur en núna var það grísalærisneið og salat.

04 juni 2008

Úr viðgerð

Lokksins lokksins eftir 11 vikur og tvo daga var bíllin minn tilbúinn, og núna er bara að vona að viðgerðin haldi því að það eru ekki til meiri peningar. Viðgerðin kostaði 38725 og það er nú ekki svo lítið fyrir fátækan einstæðan pabba.

Bílar

Í höfnini í nyköping á miðvikudögum eru sýndir gamlir bílar og mótorhjól og svo eru nokkrir sem sýna flotta bíla og ný mótorhjól, og þarna fundum við þetta flotta hjól.
Þetta er mjög vinsælt. Fólk kemur frá Stokkhólmi hingað bara til að skoða bíla og hjól og bara ganga um í sólini og kaupa ís eða borða góðan mat

það væri ekki amalegt að renna fram á þessum


og hér er einn gamall og flottur

Ætli Nemo fengi pláss með Tinnu í þessum netta bíl?



01 juni 2008

Handbolti

http://http://www.expressen.se/1.1183120?articlePopup=true&img=2
Það verður gaman að fara í vinnuna á morgun.Ég er búinn að taka fram íslenska trefilinn og derhúfuna mína(það er spáð 25 stiga hita á morgun). Svíþjóð tapaði ekki bara fyrir okkur í handbolta, þeir töpuðu síðasta æfingaleiknum fyrir EM á móti úkraína. Úkraína var valin sem auðveldur keppinautur til að auka sjálftraustið en það gekk ekki eins og þeir vildu. Svíþjóð tapaði 0-1.
En það var ekki neitt á móti því að tapa fyrir íslandi í handbolta, þulirnir eiga bara ekki orð yfir þessu, þetta hefur strax dreigið dilk á eftir sér, þjálfarinn var rekinn og ég man bara ekki eftir því að það hafi gerst hér áður. Næsti þjálfari verður hinn heimsfrægi á (íslandi) faxi eða
Staffan Olsson sem hann heitir.

Ís


falleg börn og blóm




Í dag fórum við inn til Nyköping og fengum okkur ís nyður við höfnina. Þar eru nokrir matsölustaðir og ísbarir svo úrvalið er gott. Þar eru líka nokkrir leikvellir og þar gátu börnin klifrað og rólað, þarna fundum við líka falleg blóm og svo sáum við andar unga sem voru ekki gamlir, það fanst stelpunum gaman að sjá.