01 juni 2008

Handbolti

http://http://www.expressen.se/1.1183120?articlePopup=true&img=2
Það verður gaman að fara í vinnuna á morgun.Ég er búinn að taka fram íslenska trefilinn og derhúfuna mína(það er spáð 25 stiga hita á morgun). Svíþjóð tapaði ekki bara fyrir okkur í handbolta, þeir töpuðu síðasta æfingaleiknum fyrir EM á móti úkraína. Úkraína var valin sem auðveldur keppinautur til að auka sjálftraustið en það gekk ekki eins og þeir vildu. Svíþjóð tapaði 0-1.
En það var ekki neitt á móti því að tapa fyrir íslandi í handbolta, þulirnir eiga bara ekki orð yfir þessu, þetta hefur strax dreigið dilk á eftir sér, þjálfarinn var rekinn og ég man bara ekki eftir því að það hafi gerst hér áður. Næsti þjálfari verður hinn heimsfrægi á (íslandi) faxi eða
Staffan Olsson sem hann heitir.

3 kommentarer:

Anonym sa...

Ertu ekki að djóka, er búið að reka dómarann?? Svo segir mbl.is að Svíþjóð ætli að kæra leikinn og vilji fá að spila aftur. Mikið rosalega eru þeir tapsárir.

En njóttu þín vel á morgun með íslenska trefilinn í vinnunni og núðu þessu nú vel inn - he he

kv,
Gulla

Anonym sa...

ég meinti náttúrulega þjálfarann ekki dómarann. Þó svo að ég er nú viss um að Svíarnir vilji líka láta reka dómarann :-)

kv,
Gulla

Villi sa...

og hvernig var í vinnunni...?