10 juni 2009

Mikið að gera

Þvílíkur dagur, byrjaði að vinna kl 4,45 og vann til 13,00 fór þá í ræktina,
hljóp 5 km og lyfti svo lóðum.
Náði í stelpurnar í skólan, kom heim og byrjaði að baka biskvíer (sörur) og á meðan plöturnar (fjórar plötur og 57 biskvíer )voru í ofninum lagaði ég mat fyrir mig og stelpurnar og núna er kl 18,30 og allt er klárt, uppþvottavélin í gangi og búinn að taka til í eldhúsinu.
Ég er bara nokkuð stoltur yfir mér :-)

27 maj 2009

Hjól

Á sunnudaginn eiga Ellen og Olivia afmæli og við Pia höfum ákveðið að gefa þeim hjól í afmælisgjöf svo að í gær fór Pia í nokkrar hjólabúðir í bænum að skoða hvað fanst.
Hún fann svo fín hjól í einni búð og svo eftir vinnu fór ég þangað til að kaupa þau. Svakalega flott hjól annað rautt en hitt bleikt sem eru litirnir þeirra, Ellen elskar bleikt og Olivia elskar rautt. Hjólin voru annars eins en það var þó nokkur verðmunur á þeim (1700 og 2200) sem mér fanst skrítið svo ég spurði afgreiðslu konuna um ástæðuna, jú það rauða er ársmótel 2008 og það bleika 2009 !!! en þau eru eins sagði ég þá, nei annað er rautt og hitt bleikt!!! Mér fanst það nú samt skrítið þar er jú enginn vél eða annað sem getur orðið lélegt af að standa.
Ekki er öll vitleysans eins.
En svo er annað mál að í dag skiptum við hjólunum :-)

05 april 2009

Milliríkjadeila

Allvarleg milliríkjadeila hefur komið upp á milli Svíþjóðar og Rússlands.
Þannig var að skemtiatriði sem var í einu hléinu í Sænsku söngvakepnini var of gróft fyrir Rússana, og sendiherra rússa hér sagði að höfundarnir ættu heima á geðveikrarhæli og þetta væri mjög allvarlegt fyrir samband rússa og svía. SVT (sænska ruv) fór með blóm í sendiráðið og baðst afsökunar, og þá urðu svíar reiðir og þá þurfti svt að bíðja sænska áhorfendur afsökunar.
Þetta atriði er það vinsælasta á youtupe hér í svíþjóð.
Þið verðið bara að skoða það.
Maður skrivar MELLO TINGELING GLOBEN góða skemtun.
ps: Fyrir þá sem búa í noregi segja þeir hér í svíþjóð að norska lagið vinni, en þeir hafa líka sagt í mörg á að sænska lagið vinni, og þeir hafa ekki haft rétt.

02 april 2009

Tannleysi


Ellen á erfitt með að borða epæi þessa daga út af tannleysi eins og sjá má á þessari mynd.
Ólívía vildi líka vera með á blogginu svo ég tók með eina mynd af henni(rauð peisa)

01 mars 2009

Vasagangan

Í dag var Vasagangan sem er ein stærsta skíðagöngu kepni heims. Hún er 90 kl löng og það eru ca 14000 sem starta. Í dag startaði 13750.
Þar sem ég hef alldrei staðið á gönguskíðum var ég ekki með, ég ákvað í staðin að ganga Krusbärsgönguna það er að ganga á bandinu mínu, svo að ég vaknaði kl 6 í morgun til að undirbúa mig.
Svo kl 8 þegar gangan byrjaði stóð ég á bandinu og setti það í gang.
Ég stilti það á 7km i timan og gékk af stað.
Fjórum tímum og tíu mínundum seinna kom sá fyrsti í mark og þá stoppaði ég bandið, þá hafði ég gengið 29,2 km.
Svo núna er ég allveg búinn í fótunum en fjandi stoltur yfir mér.
Þegar aðrir nánir ættingar mínir liggja á ströndini eða í sófanum að horfa á sjónvarp er ég duglegur þó að ég segi sjálfur frá:-)

19 februari 2009

Veikindi

Ég hef verið heima með Ólívíu í tvo dag út af veikindum.
Hún var með einkverja ælupest.
Það er rosalega gaman að vera vakin um miðja nótt við að stelpurnar hrópa á mig og segja að
þær hafa gubbað:-(
Aðfaranótt þriðjudags vakna ég við að þær hrópa á mig, ég var svo þreittur að ég heirði ekki hvað þær sögðu. Mér heirðist nefnilega að þær hrópuðu að Ólívía hefði fyst (prumpað) ég reindi að segja þeim að það væri ok bara að halda áfram að sofa, en þær gáfust ekki upp og héldu áfram að kalla á mig og eftir dágóða stund gafst ég upp og fór upp drullufúll og þreittur.
Þá sögðu þær að Ólívía hefði spitt (gubbað). Auminga þær að hafa svona pabba.
Svo að við vorum heima en hún var nú bara spræk þrátt fyrir allt.
Eftir nokra tíma byrjar hún að spyrja hvenær við eigum að ná í Ellen því að hún hefur svo leiðinlegt það er ekkert að gera þó að við eigum tvær tölvur fjögur sjónvörp fjögur dvd tvö video og tvær leikjatölvur plus öll leikföng og föndur dót.
Það er ótrúlegt hvað þær eru háðar hvor annari, þær geta ekki einu sinni sofið í sitthvoru herberginu því að þegar einkver þeirra er veik fær hún að sofa í rúmminu hjá mér og í nótt hrópaði Ellen og sagði að hún fengi martröð af því að hún væri ein!
Emil er í Ítalíu með Piu.
Þau hafa keyrt yfir til Frakklands og Monaco og virðast hafa haft það mjög fínt.

15 februari 2009

Skautar

Í gær var svo fínt vedur að við fórum inn til Nýköping á skauta á tjörnini fyrir utan
Nýköpings hus sem er gömul höll. Þetta var bara í annað skyfti sem þær eru á skautum
en þær skemta sér allavega vel.

Jurovision

Í gær var sænska melodifestivalen í sjónvarpinu og stelpurnar vildu liggja í rúminu mínu og horfa og svona gaman var að horfa :-)