22 september 2008

Klukk

Fjögur störf ég hef haft:

Keyra taxi
Temja hestar
Byggja sumarbústaði
Keyra rútu

Fjórar kvikmyndir sem ég held uppá:

Grease
Arnar hreiðrið
Behind enemy lines
Með allt á hreinu

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Reykjavík
Dalvík
Nyköping
Oxelösund

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

2 og 1/2 maður
CSI
Al Bandy
Dallas

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

London
Stokkhólmur
Vancover
Windhoek

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

mbl.is
visir.is
aftonbladet.se
expressen.se

Fernt sem ég held uppá matarkins:

Hamborgarhryggur
Lambalæri
KFC
Ein með öllu

Fjórar bækur sem ég les oft:

Tinna bækurnar
Fimm bækurnar
Njáls saga
Gísla saga Súrssonar

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

Windhoek
Reykjavík
London
Peking

ég geri eins og Tinna, klukka engan

31 augusti 2008

Stórhættulegt trampolín


Í sjónvarpsfréttunum fyrir nokkrum dögum var frétt um hvað trampólín væri stórhættulegt, síðan 2000 hefur slysum fjölgað um 700%. Það var talað við fólk sem var með trampólín í görðunum sinum og það spurt hvort það væri ekki hrætt við slys og hvort það ætti að setja lög um að hafa net í kringum(svona eins og við erum með). Allir voru áhyggjufullir og voru sammála um að það þirfti að gera einkvað til að fækka slysum. En engin talaði um að trampólínum hefur fjölgað mikið meir en 700% síðan 2000. Þá fanst það varla neinsstaðar en núna er trampólín út um allt í görðunum hjá fólki.

Þetta sýnir bara að það er hægt að fá þá útkomu sem maður vill, bara að maður reiknar rétt eða eins og passar manni best.

26 augusti 2008

Sundskóli

Í dag byrjuðu stelpurnar í sundskólanum aftur eftir sumarfrí

Í skólan

Í gær var fyrsti skóladagurinn hjá stelpunum. Hér eru þær á leiðini í skólann í fyrsta skifti og fyrir framan sig hafa þær minst 16 ár í skóla, eins gott að þær fatta það ekki:-)
Hér eru þær inni í skólastofuni þar sem öll börnin söfnuðust í kringum tvo af kennurum og öll hlusta þau á kennaran án þess að hlaupa í hringi og öskra, þetta verður nú örugglega eina skiftið sem þau gera það:-)

Síðan söfnuðust allir nemendurnir úti á hól bakum skólann þar sem kennarnir sungu fyrir þau.


16 augusti 2008

Ólimpíuleikarnir næst

Í gær var oxelöhlaupið, í oxelöhlaupinu er boðið er upp á allt frá 600m fyrir smá börn og 2,4km fyrir unglingar og aðal hlaupið er 5 og 10km hlaup. Hef horft á OL og hugsað með mér að þetta væri nú ekki svo erfitt:-) svo að ég hljóp 5 km. Brautin var 5km löng svo að þeir sem hlupu 10km hlupu tvo hringi. Ég hafði ákveðið að taka því rólega svo að ég mindi ekki springa, hafði sem mál að hlaupa undir 30min en það gekk ekki svo að á lokasprettinum hlupu trír Keníanir fram úr mér. Þeir höfðu hlaupið meir en helmingi hraðar en ég(þeir hljóta að hafa svindlað:-) ) Þetta var allveg órtúlega skemtilegt þótt að það væri MJÖG erfitt, það var fólk út með allri brautini og hvatti alla áfram svo að maður gat hvergi stoppað og gengið því þá hefði fólk nú bara hleigið af manni. Þegar ég kom í mark biðu börnin og Pia og tóku á móti mér svo Emil gat tekið myndir af sveittum og þreittum pabba. Þetta er nú örugglega aldurs krís því ég hef heitið á mig að áður en ég verð fimmtugur verð ég að hlaupa Reykjavík hálvmaraþon, en það eru nú ekki svo mörg ár þangað til:-(



07 augusti 2008

Skäoladagheimili

Á þriðjudaginn var fyrsti dagurinn í skólanum eða á skóladagheimilinu.
Þær voru ansi spenntar þegar við löbbuðum þangað. Það var búið að ákveða að ég mindi vera með þeim í smá tíma, og eftir ca hálv tíma sagði Ólívía að ég gæti farið heim en Ellen vildi að ég væri aðeins leingur. En fljótlega sagði hún að ég mætti fara og svo náði ég í þær kl 5 og voru þær bara mjög ánægðar með daginn.

06 augusti 2008

Rafmögnuð stelpa

Það er kanski komin tími til að greiða sér. Þegar stelpurnar hoppa á trampólíninu verða þær svo rafmagnaðar að hárið stendur beint út í loftið.

25 juli 2008

Töffari

Flott mynd af töffarum henni Oliviu sem stendur á hlaupabandinu mínu

Lík frænku sinni

Ég á mynd af Alexsöndru þegar hún er lítil og mér finst Ólívía svo lík henni á þessari mynd(hún í röndóttu)

Helgarferð stokkholms

Um síðustu heli fór ég og stelpurnar til Stokkhólms í helgar ferð. Við byrjuðum með að fara á skansin sem er eins og árbæjar safnið +díragarður með norrænum dírum og sædírasafn með fiskum, slöngum, froskum, eðlum og köngulóm(þarf að fara með Tinnu þangað þegar hún kemur hingað næst) Þær voru mjög ánægðar með ferðalagið
Þetta var næstum því það skemtilegasta. Íkorni sem var og sníkti sér hnetur úr einni búð á skansinum.

Þarna voru lemurer(veit ekki hvað þeir heita á íslensku) Ellen er fyrir framan.


Hér eru þær duglegar og klappa stórri slöngu, svo var stór könguló sem bara ég þorði að klappa, þær voru nú ekki allveg tillbúnar til þess en þær voru ekki hræddar sögðu þær.



Á sunnudeiginum fórum við að skoða fiðrildi og stora gullfiska. Þeim fanst fiskarnir allveg frábærir og þær gátu klappað þeim.



Og núna er ferðalagið búið og núna förum við heim.




29 juni 2008

Himbaland

Á laugardeginum var farið í heimsókn til Himbana sem er einn af mörgum ættbálkum hér í Namibiu. Það sem er sérstakt við þá er að konurnar fara alldrei í bað eða þvo sér þær bara smurja inn sig með rauðri "olíu" sem er blanda af dufti sem þær fá af að milja nyður rauðan stein og fitu sem þær bera á sig kvölds og morgna.
Þetta er höfðingin í þessum bæ.

Þessi kona sýndi okkur hárgreiðsluna sína og útskírði hvað allar keðjur og skraut þýddi fyrir hana og við fengum að koma við hárið á henni.

Þetta er hárgreiðslukonan í bænum. Á 3 til 4 mánðar fresti þarf að greiða úr hárinu á þeim og setja nýjar slöngur í hárið, það tekur 4 til 5 daga að gera þetta. Til að greiða út hárið er notað kúamikja og nokkrir dropar vatn.

Emil með nokkrum töffurum.

Þetta er búrið þeirra.

Þessi unga stelpa er að blanda "steipu" til að setja utan á húsið hennar, hún blandar kúamykju,sand og lítið vatn.

Þessi kona sýnir okkur hvernig hún ber á sig rauða kremið og svo setur hún á sig ilmvatn sem eru trjárætur sem hún brennir og reykurinn er ilmvatnið.


Lítil stelpa sem er ca 5-6 ára ber litla bróðir sinn.

Þær eru að bíða eftir vörunum sem gætinn okkar kom með til þeirra fyrir að þau sýndu okkur hvernig þau lifðu.