29 januari 2008

heima

Hef verið heima í dag með Ellen, en það hefur ekki verið gaman fyrir hana því að hún hefur engan að leika með og allt er leiðinlegt. Hún spir á fimm mínundna fresti hvenær við skulum ná í Ólívíu. Þær eru báðar eins,þær geta bara ekki verið án hinnar.
Í gær sagði Emil mér og Piu að hann vildi helst ekki bjóða vinum sínum heim, því að honum finst herbergið hanns vera svo ljótt, hann skammaðist sín víst. Það er ekki gott, svo að núna um helgina ælum við öll að fara og skoða hillur og svo einkvað að setja á veggina svo að hann geti boðið vinum sínum heim. Herbergið hanns er eina herbergið sem við höfum ekki gert neitt við síðan við fluttum hingað svo það er kominn tími til að gera einkvað við það.
Hér er ennþá rjóma blíða, í dag er átta stiga hiti. Það hefur bara verið næturfrost nokkrar nætur í janúar svo að það ekkert frost í jörðu. Las í blöðunum í síðustu viku um mann sem var að taka upp gulrætur í suður svíþjóð og í dag var sagt frá einum sem var að taka upp kartöflur.
Hej då

1 kommentar:

Anonym sa...

Það er laglegt ef drengurinn getur ekki boðið vinum sínum heim :-)

Endilega sendið myndir þegar þið verðið búin að koma herberginu í lag.

Kær kveðja,
Gulla