10 maj 2008

Oxelömarkaðurinn




Í dag fórum við á oxelömarkaðin. Stelpurnar eru búnar að bíða lengi, því að þær vildu kaupa blöðrur með helium og sikurvadd. Emil fór með okkur í bæinn en þegar hann lokaði hurðini á bílnum sagði hann að hann væri með gsmin og svo hvarf hann með vinum sínum. Við byrjuðum með að skoða lítið í öll sölutjöldin sem voru yfir 200 og svo fórum við í tívolíið en stelpurnar eru ekki svo spentar fyrir því, en þær voru æstar í að draga í snæri sem var með bangsa á endanum(þær eiga bara 300 bangsa). Svo rákumst við á afa þeirra sem bauð upp á ís. Við vorum þar í ca þrjá tíma og núna erum við komin heim og stelpurnar eru byrjaðar að hoppa á trampólíninu.


2 kommentarer:

vennesla sa...

Flottar blöðrur sem þær systur hafa fengið:-) Ekki amalegt að hafa rekist á afann og fengið ís. Ég er bara búin að liggja í sólbaði síðan kl 10 í morgun:-)

Koss og knús frá okkur í sólinni í Norge

Anonym sa...

Skil vel að Emil hafi látið sig hverfa fljótlega, he he. En gaman að stelpurnar skemmtu sér vel.

Kveðja,
Gulla