19 februari 2009

Veikindi

Ég hef verið heima með Ólívíu í tvo dag út af veikindum.
Hún var með einkverja ælupest.
Það er rosalega gaman að vera vakin um miðja nótt við að stelpurnar hrópa á mig og segja að
þær hafa gubbað:-(
Aðfaranótt þriðjudags vakna ég við að þær hrópa á mig, ég var svo þreittur að ég heirði ekki hvað þær sögðu. Mér heirðist nefnilega að þær hrópuðu að Ólívía hefði fyst (prumpað) ég reindi að segja þeim að það væri ok bara að halda áfram að sofa, en þær gáfust ekki upp og héldu áfram að kalla á mig og eftir dágóða stund gafst ég upp og fór upp drullufúll og þreittur.
Þá sögðu þær að Ólívía hefði spitt (gubbað). Auminga þær að hafa svona pabba.
Svo að við vorum heima en hún var nú bara spræk þrátt fyrir allt.
Eftir nokra tíma byrjar hún að spyrja hvenær við eigum að ná í Ellen því að hún hefur svo leiðinlegt það er ekkert að gera þó að við eigum tvær tölvur fjögur sjónvörp fjögur dvd tvö video og tvær leikjatölvur plus öll leikföng og föndur dót.
Það er ótrúlegt hvað þær eru háðar hvor annari, þær geta ekki einu sinni sofið í sitthvoru herberginu því að þegar einkver þeirra er veik fær hún að sofa í rúmminu hjá mér og í nótt hrópaði Ellen og sagði að hún fengi martröð af því að hún væri ein!
Emil er í Ítalíu með Piu.
Þau hafa keyrt yfir til Frakklands og Monaco og virðast hafa haft það mjög fínt.

1 kommentar:

Anonym sa...

Vona ad thid séud ad hressast:-)

Koss og knús frá okkur í Norge