27 maj 2009

Hjól

Á sunnudaginn eiga Ellen og Olivia afmæli og við Pia höfum ákveðið að gefa þeim hjól í afmælisgjöf svo að í gær fór Pia í nokkrar hjólabúðir í bænum að skoða hvað fanst.
Hún fann svo fín hjól í einni búð og svo eftir vinnu fór ég þangað til að kaupa þau. Svakalega flott hjól annað rautt en hitt bleikt sem eru litirnir þeirra, Ellen elskar bleikt og Olivia elskar rautt. Hjólin voru annars eins en það var þó nokkur verðmunur á þeim (1700 og 2200) sem mér fanst skrítið svo ég spurði afgreiðslu konuna um ástæðuna, jú það rauða er ársmótel 2008 og það bleika 2009 !!! en þau eru eins sagði ég þá, nei annað er rautt og hitt bleikt!!! Mér fanst það nú samt skrítið þar er jú enginn vél eða annað sem getur orðið lélegt af að standa.
Ekki er öll vitleysans eins.
En svo er annað mál að í dag skiptum við hjólunum :-)

1 kommentar:

Villi sa...

Til hamingju með að ná að rífa þig frá Feisbókinni og blogga aðeins.