Fór í ræktina i dag í fyrsta skifti á árinu og var nú bara he-ti góður, ég hljóp 10km þrátt fyrir að ég hafi verið veikur.
Í kvöld tek ég nyður allt jóladótið eða næstum allt, er vanur að gleima einu og einu kerti hingað og þangað um húsið. Fann meira að segja eitt kerti í einni hilluni hjá okkur þegar við vorum að skreita fyrir jól. Slapp að setja það upp aftur:-)
Ellen kom og sagði mér áðan að hún væri með sár á einum putta og ætlaði að sína mér það en hún fann það ekki og athugaði þá á hina hendina en þar fannst ekki heldur neitt sár en hún taldi best að við mindum setja plástur á puttann ef að það væri sár undir húðini:-)
Snjórinn sem kom fyrir nokkrum dögum er næstum því allur farin, það hefur ringt lítið og svo er tveggja stiga hiti úti.
Íþrótta blöðinn í dag eru full af fréttum af Kalla(þetta er stelpa sem heitir Carlottae Kalla)sem vann gönguskíðakeppnina í gær. Það eru myndir af henni frá því að hún var lítil og öfum, ömmum og m.a.s fanst mynd af langaafa hennar, svo er talað við flesta vini og kunningja hennar. Mjög gaman að lesa um hana. Allt hennar líf er skipulagt út í það minsta. Þegar hún birjaði í menntaskola sögðu skíðakennararnir að hún yrði best eftir ca.12 ár þegar hún yrði 28 en hún sagði að hún vildi ekki bíða svo lengi. Hún er tvítug,er fædd 87.
Hej då
Prenumerera på:
Kommentarer till inlägget (Atom)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar