Í morgun kl 07.00 mættum við á sjúkrahúsið til að undirbúa Ellen fyrir sneiðmindatökuna.
Fyrst fékk hún deifingar krem á fjórum stöðum á höndunum og svo einum tíma seinna birjuðu hjúkkurnar að reina að fá inn nál til að sprauta inn svefnmeðalinu og öðrum vökvum sem ég veit ekki hverjir eru. En það gekk ekki svo vel,eins og venjulega urðu þær að stinga hana þrisvar sinnum. Það er víst erfitt að finna æðarnar í henni(sem er nú ágætt ef hún vildi verða sprautufíkill)
Hér er hún vel dópuð af róandi meðulunum sem hún fékk og eftir eina mín er hún sofnuð.
Hér er hún ný vöknuð eftir að allt hafði gengið mjög vel. Nyðurstaðan af ransóknini kemur í næstu viku. Við vorum síðan heima eftir hádegi og þá vildi Ellen fara til dagmömmunar og Ólívíu því að hún saknaði þeirra svo. Þá notaði ég tækifærið fór í ræktina og hljóp mína 10km. Hvað ætli Villi hafi farð oft í ræktina núna þegar hann er á Íslandi.
Hej då
2 kommentarer:
Gott að heyra að allt gekk vel í morgun, svo er bara að bíða eftir niðurstöðunni.
Ég tel best að kommenta ekki á það hve oft Villi mætti í ræktina s.l. mánuð :-)
kveðja,
Gulla
Ja, Hreyfing hefur flutt frá því ég mætti síðast og ég bara rata ekki núna :-)
Skicka en kommentar