06 juni 2008

Á ströndini







Í dag er þjóðhátíðardagur svía og ég hélt upp á það með að birja að vinna kl hálf fjögur í nótt en svo var ég búinn að vinna kl átta og þá kom ég heim og gaf liðinu að borða eða stelpunum, Emil svaf. Svo fljótlega eftir tíu fórum við út á Jugersö sem er útivistarsvæði okkar Oxelösundsbúa, þar er hlaupabraut í skóginum sem er 2,5 km löng með lööööngum brekkum og svo er stór strönd með stærðar túni sem maður getur legið í sólbaði. Þegar við komum þangað birjaði ég með að hlaupa tvo hringi og krakkarnir gengu einn, svo lögðum við okkur á ströndina þangað til við urðum svöng, þá grilluðum við pulsur og allir urðu saddir og glaðir og þá lögðum við okkur aftur í sólbað og krakkarnir fóru líka útí hafið og leiktu sér bara lengi þó að það vatnið væri bara 18gr brbrbrbr. Við vorum þarna í næstum því fimm tíma og svo núna í kvöld grilluðum við aftur en núna var það grísalærisneið og salat.

5 kommentarer:

Villi sa...

Bíddu, þú sagðist ætla að hlaupa 10 km???

Doddi sa...

Jú ég veit en ég varð of þreittur eftir 5 km, brekkurnar voru svo brattar.

Anonym sa...

Til hamingju með daginn í gær:-) Yndislegt að geta farið á ströndina og grillað, eitthvað annað en Íslendingar gera á 17 júní, yfirleitt er rigning og rok á þjóðhátíðardaginn.

Koss og knús frá okkur í Vennesla.

Villi sa...

Var að skoða betur hvaða lesefni Emil væri með undir höfðinu. Ekki alveg það skemmtilegasta: Sjö dæmdir fyrir morð...

Anonym sa...

Það hefur greinilega farið vel um ykkur á ströndinni :-)

kv,
Gulla