12 januari 2008

Bio

Í gær fórum við Emil í bíó. Við sáum National treasure 2
Við vorum mjög ánægðir með myndina,höfum séð fyrstu myndina og við vorum búnir að bíða spentir eftir næstu mynd og endirinn bíður uppá þriðju myndina, svo að nú bíðum við eftir næstu:-)
Í dag fóru stelpurnar í afmælisveislu hjá vinkonu sinni.Veislan var haldin í keiluhöllinu hér í oxelösund. Stelpur vor svo ánægðar að þær vilja halda sína veislu þegar þær verða sex í vor. Það var boðið uppá pizzu, tertu og síðan spiluðu þau keilu. Á meðan notaði ég tækifærið og hljóp mína 10km á bandinu sem ég hef hér heima. Keifti hlaupaband í haust til að geta hlaupið eða gengið þegar stelpurnar eru heima.
Núna erum við Emil að horfa á söguna um hringin, sagan um kongin sem kom aftur.
Hej då

10 januari 2008

Ellen á sjúkrahúsi


Í morgun kl 07.00 mættum við á sjúkrahúsið til að undirbúa Ellen fyrir sneiðmindatökuna.
Fyrst fékk hún deifingar krem á fjórum stöðum á höndunum og svo einum tíma seinna birjuðu hjúkkurnar að reina að fá inn nál til að sprauta inn svefnmeðalinu og öðrum vökvum sem ég veit ekki hverjir eru. En það gekk ekki svo vel,eins og venjulega urðu þær að stinga hana þrisvar sinnum. Það er víst erfitt að finna æðarnar í henni(sem er nú ágætt ef hún vildi verða sprautufíkill)


Hér er hún vel dópuð af róandi meðulunum sem hún fékk og eftir eina mín er hún sofnuð.
Hér er hún ný vöknuð eftir að allt hafði gengið mjög vel. Nyðurstaðan af ransóknini kemur í næstu viku. Við vorum síðan heima eftir hádegi og þá vildi Ellen fara til dagmömmunar og Ólívíu því að hún saknaði þeirra svo. Þá notaði ég tækifærið fór í ræktina og hljóp mína 10km. Hvað ætli Villi hafi farð oft í ræktina núna þegar hann er á Íslandi.

Hej då


09 januari 2008

prinssessur

Stelpurnar fengu þessa fínu kjóla í jólagjöf frá ömmu sinni og þetta er uppáhalds leikfangið þeirra.Ellen til v Olivia til h
Annars er ekki svo mikið að frétta, bara allt gott.
Við bíðum spent fyrir morgundeginum með svæfinguni og vonum að allt gangi vel.
Hej då

08 januari 2008

Sundskóli


Í dag byrjaðu stelpurnar í sundskólanum eftir jólafríið. Þeim er hálf kallt á myndini,(Ólívía til v og Ellen til h) en við fórum í sánabað á eftir til að fá upp hitann.
Ég fór aftur í ræktina í dag og hljóp 10km en varð hel-ti þreittur eftir það.
Á fimtudaginn á Ellen að fara í sneiðmyndatöku, það á að taka 20-30min og hún verður að liggja hreifingalaus allan timann,þess vegna hefur læknirinn ákveðið að hún verður svæfð,svo að þetta á nú eftir að taka að minstakosti hálfa daginn.
Það á að athuga hausinn á henni af því að hún er svo oft með hausverk. Hún er búinn að vera í allskonar ransóknum síðasta hálfárið en þeir finna ekki neitt, kanski sem betur fer.
Það er ennþá verið að skrifa um Kalla í blöðunum, veit ekki hvenær þeir hætta þvi. Sjálfsagt eftir næstu keppni sem hún á örugglega eftir að tapa því að það er sjálfsagt mjög erfit að koma strax aftur og vinna. Hún er jú bara tvítug.
Í dag er búið að vera skíta veður, 5 stiga hiti og skúrir og það á víst að vera svona veður næstu daga.
Hej då

kaffihús


Uppáhaldið hans Emils.
Að fara á kaffihús og borða kladdköku með vanillusósu.
Þessi mynd er tekin milli jóla og nýárs þegar Emil var veikur en þegar ég bauð honum á kaffihús varð hann frískur:-)
Við keiftum líka rakettur í þessari ferð.

07 januari 2008

Threitt


Thad threitandi ad horfa a stora brodir ad spila a nintendo ds:-)

Duglegur strákur

Fór í ræktina i dag í fyrsta skifti á árinu og var nú bara he-ti góður, ég hljóp 10km þrátt fyrir að ég hafi verið veikur.
Í kvöld tek ég nyður allt jóladótið eða næstum allt, er vanur að gleima einu og einu kerti hingað og þangað um húsið. Fann meira að segja eitt kerti í einni hilluni hjá okkur þegar við vorum að skreita fyrir jól. Slapp að setja það upp aftur:-)
Ellen kom og sagði mér áðan að hún væri með sár á einum putta og ætlaði að sína mér það en hún fann það ekki og athugaði þá á hina hendina en þar fannst ekki heldur neitt sár en hún taldi best að við mindum setja plástur á puttann ef að það væri sár undir húðini:-)
Snjórinn sem kom fyrir nokkrum dögum er næstum því allur farin, það hefur ringt lítið og svo er tveggja stiga hiti úti.
Íþrótta blöðinn í dag eru full af fréttum af Kalla(þetta er stelpa sem heitir Carlottae Kalla)sem vann gönguskíðakeppnina í gær. Það eru myndir af henni frá því að hún var lítil og öfum, ömmum og m.a.s fanst mynd af langaafa hennar, svo er talað við flesta vini og kunningja hennar. Mjög gaman að lesa um hana. Allt hennar líf er skipulagt út í það minsta. Þegar hún birjaði í menntaskola sögðu skíðakennararnir að hún yrði best eftir ca.12 ár þegar hún yrði 28 en hún sagði að hún vildi ekki bíða svo lengi. Hún er tvítug,er fædd 87.
Hej då

06 januari 2008

KALLA

I dag var ennþá meira gönguskíði i sjónvarpinu og þar sló ný sænsk stjarna i gegn. þær eru búnar að keppa átta sinnum i tiu daga og i dag var siðasti dagurinn. 10 km og þeir siðustu þrír voru upp eftir skiðabrekku! mesti hallin var 28 gráður. Það er eins og að fara upp Akrafjallið á gönguskíðum. Vildi sjá Villa reina það :-) Sænska stelpan sem heitir Kalla fór upp brekkuna eins og hún væri að fara nyður hana. Þulirnir voru að verða klikkaðir af spennu þvi að hún fór af stað 40sek eftir finskri stelpu sem var i fyrsta sæti eftir sjö kepnir og svo vann Kalla með 9sek.
Blöðin hafa mjög gaman af að hún heitir Kalla. Þeir skrifa iskalla Kalla eða heita Kalla.
Og það besta var að norsku stelpurnar gáfust upp eða hættu kepni.
Í dag voru Pia og börnin í kirkjuni á "julgransplundring" og jólasveinnin kom og gaf nammi og svo dönsuðu þau kringum jólatréið og svo var öllum boðið í kaffi.
Á morgun byrjar skólinn hjá Emil og fyrsti dagurinn er heimanám og á hann að taka til í herberginu hans og á klósettinu.
Svona skóladagar ættu að vera minst einu sinni í viku:-)

Nya kojan:-)


Stelpurnar voru ad leika sér i geymsluni og bjuggu um sig i hillunum og svafu thar um nottina:-)