13 februari 2008

Vöðvar og bak

Ég hef ekki getað farið í ræktina í eina viku því að ég tognaði í kálfanum og þegar ég reindi að hlaupa komst ég bara 2-3 km og þá varð ég svo slæmur að ég gat bara ekki hlaupið meira, svo að ég talaði við vinkonu mína sem er læknir og hún bannaði mér að hlaupa í tvær vikur.
En það er nú allt í lagi því að þá get ég einbeint mér að herberginu hans Emils.
Og svo í dag þegar ég fór í vinuna fékk ég svo hrikalega í bakið að ég fékk að fara heim eftir að ég hafði keyrt fyrsta hlutan, svo að núna er ég bara heima og get hvorki unnið í herberginu eða séð um stelpurnar, bara leti líf get bara verið í tölfuni og sjónvarpinu sem er nú bara ágætt.
Hej då

11 februari 2008

Vor

Við Emil höldum áfram að vinna í herberginu hanns, við höfum málað loftið og svo höfum við veggfóðrað einn vegg. Á morgum kemur restin af veggfóðrinu sem þurfti að panta. Hér er mynd því sem við höfum gert.En það verður bara rúmlega einn veggur svona og restin verður grá. Ólívía sagði að hún yrði hrædd að fara inn í herbergið hans og ég held að hann verði nú bara ánægður ef hann slippi að hafa þær hangandi yfir sér.



Maður gæti haldið að vorið sé komið. Í dag er fimm stiga hiti og sól, næstum því íslenskt sumarveður.Tók þessa mynd úti í garði í dag. Þetta blóm heitir snödroppi, ekta sumar blóm. Það hefur bara snjóað einu sinni á þessu ári og þá var það svo lítið að Emil sópaði bara stéttina hér fyrir utan.