11 februari 2008

Vor

Við Emil höldum áfram að vinna í herberginu hanns, við höfum málað loftið og svo höfum við veggfóðrað einn vegg. Á morgum kemur restin af veggfóðrinu sem þurfti að panta. Hér er mynd því sem við höfum gert.En það verður bara rúmlega einn veggur svona og restin verður grá. Ólívía sagði að hún yrði hrædd að fara inn í herbergið hans og ég held að hann verði nú bara ánægður ef hann slippi að hafa þær hangandi yfir sér.



Maður gæti haldið að vorið sé komið. Í dag er fimm stiga hiti og sól, næstum því íslenskt sumarveður.Tók þessa mynd úti í garði í dag. Þetta blóm heitir snödroppi, ekta sumar blóm. Það hefur bara snjóað einu sinni á þessu ári og þá var það svo lítið að Emil sópaði bara stéttina hér fyrir utan.



1 kommentar:

Anonym sa...

Þetta er ekkert smá flott veggfóður sem frændi valdi sér :-) Ég hlakka til að sjá myndir af herberginu þegar það er búið.

Þetta með vorið, það kemur örugglega gott páskahret. Það getur bara ekki verið að þið losnið alveg við vetrarveður :-)

kv,
Gulla