05 april 2008

keila




Emil hefur fengið nintendo wii og stelpurnar eru duglegar að spila, og spila þær aðalega keilu.
Hér eru tvær myndir af þeim síðan í morgum.
Hér er annars bara mjög gott veður, 10gr og sól. Við erum búinn að hjóla til skólans og þar hafa
stelpurnar leikið sér á nýa leikvellinum.
hej då

04 april 2008

Hjólagellur


I gær voru hjólin tekinn fram og pumpað í dekkin og keðjan smurð og síðan var hjólað af stað.

Þessi hjól eru aðeins stærri en þær voru með í fyrra og því var aðeins erfitt að birja.

Ellen nenti ekki að bíða eftir mér þegar ég var að hjálpa Oliviu og hjólaði bara sjálf af stað eftir smá vandræði, hún reyndi að setja báða fæturnar á petalana áður en hún hjólaði af stað en það gekki ekki svo vel :-)

Og svo þurfti ég að halda í Oliviu trisvar sinnum áður en hún gat hjólað sjálf, og það voru tvær stoltar stelpur sem hjóluðu fram og til baka langt yfir háttatíma.
Eins og sjá má var hjólað svo hratt að Ellen festist varla á myndinni.
Hej då



02 april 2008

Loksins loksins

Það hefur ekki verið svo mikið bloggandi siðustu vikurnar því að ég hef verið ansi down.
En núna ætla ég að reina.
Það er mikið sem hefur gerst siðan síðast, ég veit bara ekki hvar ég á að birja.
Bíllinn bilaði eða vélin bræddi úr sér og ég veit bara ekki hvernig það gat gerst því að það er ekki svo langt síðan ég smurði bílinn og enginn olíu lampi hefir lýst, þetta verður dæmi uppá ca 350000. Og það eru engir peningar sem ég er með í veskinu.
Emil hefur fengið nintento wii og við feðgar og stelpurnar aðeins erum búnir að spila ansi mikið, svo mikið að ég fékk harðsperrur í öxlina og olbogan:-)
Ellen og Olivia voru að leika sér fyrir nokkrum dögum hjá dagmömmuni með að hoppa og þær skullu saman og Ellen misti andan en þegar hún sagði mér frá þessu sagði hún að hún hafði mist lungun, smá misskilningur hjá henni:-)
Síðustu vikur hafa bara horfið á smá tíma, dagarnir eru fullir af vinnu,eldamensku,tiltekt,
börnum og svo reini ég að fara í ræktina þegar það finnst lítill tími en það hefur ekki verið svo oft síðustu vikurnar en í gær profaði ég einkvað nýtt, box. Við vorum 18 og okkur var skift í níu tveggja manna lið og annar var með hanska og hinn með kodda á hönunum og svo sló maður og sparkað og svo skifti maður um, þetta var allveg meiri háttar skemmtilegt en hrikalega erfitt, ég var allveg búinn, ég var svo þreittur eftir hálfa æfinguna að það leið næstum yfir mig, ég heirði ekkert og svo sá ég stjörnur en eftir tvær mínúndur var ég orðinn góður gat haldið áfram.
Hej då