16 januari 2008

Heilahristingur

Í gær eftir hádegi hringdi hjúkkan í skólanum hans Emils. Hann hafði verið í leikfimi og það var víst skautar á dagskránni hjá þeim. Hann hafði dottið og lent á hausnum(hann hafði hjálm) síðan eftir að hafa borðað varð hann hálf skrítin í hausnum svo hann var sendur til hjúkkunar(þetta er fjórða skifti sem hann er þar, hún hlítur að vera falleg) sem skoðaði hann. Hann hafði víst fengið vægan heilahristing en í morgum var hann frískur og fór í skólann.
Ég var í fríi í dag fór því eftir að hafa farið með stelpurnar til dagmömmunar í ræktina. Ég hljóp bara 5km því að ég hafði tíma hjá tannlækninum. Staðan er því 15km fyrir Dodda og ?km fyrir Villa. Hann hefur ekki enn svarað mér svo að hann er örugglega að undirbúa sig og hefur ekki tíma að svara:-)
Í dag hefur verið skíta veður 5stiga hiti og grenjandi rigning.
Var að lesa bloggið hennar Dagmarar og það er eins og ég hef alltaf sagt konur og bílar passa ekki saman:-)
Hej då

14 januari 2008

Áskorun

Villi hefur ekki svarað áskorunnini frá mér en ég tek þögn sem samþykki. Og því er staðan
Doddi 10km og Villi ? Hef fengið blöðrur átvær tær og svo byrjaði að blæða úr geirvörtunum á mér í dag svo ég verð að smyrja þær eða skaffa mér brjóstahaldara eins og Pia mældi með:-(
Veðurfarið hér er skrítið, það er búið að vera hiti núna í marga daga og það á vera svo áfram.
Og svo eru vorblómin byrjuð aðspringa út, en maður getur verð þakklátur fyrir hvern dag sem veturinn verður styttri.
Hej då

13 januari 2008

Sund

Í morgun eftir morgunmat fór ég í ræktina og hljóp mina 10km. Hef hlaupið 50km. í þessari viku sem er bara mjög gott hjá mér þó að ég segi sjálfur frá:-)við Villi ættum kanski að keppi í hver hleipur lengst í hverri viku. vona bar að ræktin í windhoek hafi ekki fluttað eins og hún á íslandi:-) og svo kom Pia með krakkana í sund(ræktin er í sama húsi og sundhöllin) og stelpurnar komu okkur bara mjög á óvart, því að þær eru bara ansi duglegar, og það er ekki langt til að þær verði syndar sem er allveg ótrúlegt ef maður hugsar útí að fyrir nokkrum árum voru þær svo vatnshræddar að þær þorðu varla að stinga stórutánni í, og þær héngu á dagmömmuni, en svo kom þetta smátt og smátt.
Emil er búinn að vera mjög duglegur með heimanámið núna um helgina, hann hefur gert heilmikið í ensku og svolítið í sænsku svo að pabbin er mjög ánægður með guttan.
Áðan var hitta Nemo í sjónvarpinu og við horfðum öll á hann og þó að við höfum öll séð hann mörgum sinnum er hann alltaf jafn góður. Við skemtum okkur allavega mjög vel.
hej då