16 januari 2008

Heilahristingur

Í gær eftir hádegi hringdi hjúkkan í skólanum hans Emils. Hann hafði verið í leikfimi og það var víst skautar á dagskránni hjá þeim. Hann hafði dottið og lent á hausnum(hann hafði hjálm) síðan eftir að hafa borðað varð hann hálf skrítin í hausnum svo hann var sendur til hjúkkunar(þetta er fjórða skifti sem hann er þar, hún hlítur að vera falleg) sem skoðaði hann. Hann hafði víst fengið vægan heilahristing en í morgum var hann frískur og fór í skólann.
Ég var í fríi í dag fór því eftir að hafa farið með stelpurnar til dagmömmunar í ræktina. Ég hljóp bara 5km því að ég hafði tíma hjá tannlækninum. Staðan er því 15km fyrir Dodda og ?km fyrir Villa. Hann hefur ekki enn svarað mér svo að hann er örugglega að undirbúa sig og hefur ekki tíma að svara:-)
Í dag hefur verið skíta veður 5stiga hiti og grenjandi rigning.
Var að lesa bloggið hennar Dagmarar og það er eins og ég hef alltaf sagt konur og bílar passa ekki saman:-)
Hej då

1 kommentar:

Anonym sa...

Hann er bara alveg eins og pabbi sinn, sætar stelpur og gæjinn er mættur á svæðið:-) Vona samt að hann hafi ekki haft það rosalega vont
Koss og knús frá MM.