20 januari 2008

Að gerast

Það er bara ekki neitt að frétta hjá okkur, ég er að vinna alla daga Emil í skolanum og stelpurnar hjá dagmömmuni.
Er að fara í vinnuna núna, ætla bara að blogga lítið um ekki neitt.
Hef ekki haft tíma að fara í ræktina síðustu daga svo að Villi er kanski kominn framúr mér. Tek það bara í næstu viku.
Það var ekki gaman að fara í vinnuna eftir að svíþjóð vann handboltan,var búinn að taka fram trefillinn og derhúfuna með islenska fánanum en varð að setja aftur inní skáp, vona bara að ég fái tækifæri fljótlega að nota það.
Veðrið er eins, hiti, rok og rigning, að vísu sé ég að það er þurt úti núna en það breitist örugglega seinna í dag.
hej då

3 kommentarer:

Anonym sa...

Fúlt að þú skulir hafa þurft að setja íslenska trefilinn og húfuna aftur inn í skáp eftir Svíaleikinn. Þú hefur sjálfsagt troðið þessu lengst inn svo engin sjái þetta :-)
Ekki var nú leikurinn gegn Frökkum neitt skárri. En það var gaman að hlusta á ísland-slóvakía (eða var það Slóvenía?)

Nú er bara að vona að milliriðillinn verði okkar mönnum hliðhollur og ég segi bara ÁFRAM ÍSLAND (held þeir eigi að spila við Þýskaland á morgun þriðjudag).

Bið að heilsa ykkur öllum,
Gulla

Anonym sa...

Er sammála Gullu, en mikið var það samt gaman að Ísland komst áfram, vil bæta því við að Norðmenn komust að sjálfsögðu áfram:-)
Áfram Ísland (og Norge:-))
Koss og knús frá Maju og co.

Anonym sa...

Var að horfa á Svíþjóð-Norge í dag, ferlega spennandi leikur og langur. Norðmenn voru svoldið fúlir yfir úrslitunum, en annað hvort liðið varð að vinna og í dag var það Svíþjóð.
Koss og knús frá okkur í Norge:-)