31 augusti 2008

Stórhættulegt trampolín


Í sjónvarpsfréttunum fyrir nokkrum dögum var frétt um hvað trampólín væri stórhættulegt, síðan 2000 hefur slysum fjölgað um 700%. Það var talað við fólk sem var með trampólín í görðunum sinum og það spurt hvort það væri ekki hrætt við slys og hvort það ætti að setja lög um að hafa net í kringum(svona eins og við erum með). Allir voru áhyggjufullir og voru sammála um að það þirfti að gera einkvað til að fækka slysum. En engin talaði um að trampólínum hefur fjölgað mikið meir en 700% síðan 2000. Þá fanst það varla neinsstaðar en núna er trampólín út um allt í görðunum hjá fólki.

Þetta sýnir bara að það er hægt að fá þá útkomu sem maður vill, bara að maður reiknar rétt eða eins og passar manni best.

2 kommentarer:

Anonym sa...

Ég vona bara að enginn á þínu heimili eigi eftir að slasa sig á græjunni Doddi minn.

Koss og knús frá okkur í rigningunni í Norge

Villi sa...

Krakkagreyin, mega aldrei nokkurn skapaðan hlut. Það voru engin trambólín þegar ég var gutti, en eitthvað rámar mig í að hafa gert leik að því að hoppa ofan af bílskúrsþökum í byssuleik og reyna að „deyja“ á sem flottastan hátt. Þætti líklega slakur foreldri sem leyfði börnum sínum svoleiðis í dag.