19 februari 2008

Veggfóður

Jæja þá er ég orðin góður í bakinu, svo að ég gat veggfóðrað á sunnudagin.
Ég var svo vittlaus að ég gleymdi að lána svona borð til að skera i réttar lengder og bera límið á veggfóðrið svo að ég var á hnjánum að gera þetta og núna er ég með svo hrikalegar harðsperrur í rasskinninum og aftan á lærunum.
Í dag kom svo gólfið svo að á morgun ætlum við Emil að leggja það.
Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út því að Emil hefur valið allt sjálfur, það er jú hann sem á að búa þar, vona bara að hann verði ánægður og vilji bjóða heim "vinum".
Emil er í frí þessa viku og hann hefur lofað að læra lítið og hann hefur lært "lítið" en hann er nu mest í tölfuni og spila einkvað spil sem heitir runescape og mér sínist að það sé mest um að drepa aðra kalla, að vísu skil ég ekki svo mikið í því en það segir nú ekki svo mikið.
hej då Doddi

Inga kommentarer: