14 maj 2008

Tennisolbogi

Eins og ég skrifaði fyrir nokkrum vikum byrjaði ég að æfa box. Og það er allveg frábært, maður slær og sparkar en fyrir tveimur vikum fór ég að finna til í olboganum en ég tók bara verkjatöflur og hélt áfram en í gær gat ég bara ekki slegið með hægri hendini, ég hef verið svo slæmur að ég hef varla getað lift kaffibollanum og í morgun gat ég varla keyrt skóla rútuna svo að ég pantaði tíma hjá lækninum og fór ég til hans eftir hádegi í dag. Það tók hann bara hálfa mínutu að greina mig. Ég hafði fengið tennisolboga og ég sem æfi box!!!! Og þá tók hann fram stóru sprautuna sína og stakk henni inn í olbogann á mér(það var þræl sárt)og gaf mér kortison og einkverja deyfingu. Hann sagði að þegar deyfingin færi myndi ég finna til. Það var rétt hjá honum, ég er að drepast en vonandi skánar þetta fljótlega. Hann vildi meina að svona gerist þegar fólk á MIÐJUM ALDRI tæki á þá kæmi svona kvillar eins og bréf með póstinum. Ég vildi nú meina að ég væri ekki svo gamall, þá spurði hann mig hvenær ég væri fæddur og þá fattaði ég. Ég er víst GAMALL:-( En þegar ég kíki í speigil þá sé ég bara ungan og stæltan strák:-) að vísu tveimur eða þremur kílóum of þúngur sem ég reini að burt með boxinu, en svona er lífið bara skuffelse.
Hej då

3 kommentarer:

vennesla sa...

Elsku Doddi minn, aldur er afstæður, taktu mig sem dæmi, ég er fædd 1971 en samt er ég bara 25 ára:-)

Koss og knús frá Maju sem er bara 25 ára

Anonym sa...

Thad er svona thegar gamlingjar fara ad aefa ithrottir he he

kv,
Gulla

Anonym sa...

Sæll. Var að fletta upp ,,tennisolbogi" á netinu því að ég var að greinast með tvo slíka. Var í sprautum í morgun og verkurinn er kominn:)
Minn læknir sem er mjög góður sagði að þetta fylgdi oft því sem menn byrja að gera nýtt og með mig fór ég nokkra róðra á sjó en hafði ekki komið á sjó í 20 ár. Vonandi batnar okkur báðum.
Gleðilega hátíð