29 juni 2008

Himbaland

Á laugardeginum var farið í heimsókn til Himbana sem er einn af mörgum ættbálkum hér í Namibiu. Það sem er sérstakt við þá er að konurnar fara alldrei í bað eða þvo sér þær bara smurja inn sig með rauðri "olíu" sem er blanda af dufti sem þær fá af að milja nyður rauðan stein og fitu sem þær bera á sig kvölds og morgna.
Þetta er höfðingin í þessum bæ.

Þessi kona sýndi okkur hárgreiðsluna sína og útskírði hvað allar keðjur og skraut þýddi fyrir hana og við fengum að koma við hárið á henni.

Þetta er hárgreiðslukonan í bænum. Á 3 til 4 mánðar fresti þarf að greiða úr hárinu á þeim og setja nýjar slöngur í hárið, það tekur 4 til 5 daga að gera þetta. Til að greiða út hárið er notað kúamikja og nokkrir dropar vatn.

Emil með nokkrum töffurum.

Þetta er búrið þeirra.

Þessi unga stelpa er að blanda "steipu" til að setja utan á húsið hennar, hún blandar kúamykju,sand og lítið vatn.

Þessi kona sýnir okkur hvernig hún ber á sig rauða kremið og svo setur hún á sig ilmvatn sem eru trjárætur sem hún brennir og reykurinn er ilmvatnið.


Lítil stelpa sem er ca 5-6 ára ber litla bróðir sinn.

Þær eru að bíða eftir vörunum sem gætinn okkar kom með til þeirra fyrir að þau sýndu okkur hvernig þau lifðu.

1 kommentar:

Anonym sa...

Den där bleka pojken blev han kvar
ute i djungeln? Man undrar ju eftersom översättningarna har upphört!!!

//en orolig Janne K//